Sigur Rós til Los Angeles

Sigur Rós á sviði.
Sigur Rós á sviði. mbl.is/Styrmir Kári

Sigur Rós mun leyfa Los Angelesbúum að njóta tónlistar sinnar á tónleikum þar í borg næsta vor.

Fílharmónía Los Angelesborgar mun spila undir á þrennum tónleikum frá 13. til 15. apríl á næsta ári.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að ólík dagskrá verði öll kvöldin. Á fyrstu tónleikunum mun Fílharmónían meðal annars spila nýjan fiðlukonsert eftir Daníel Bjarnason sem hefur oft unnið með Sigur Rós áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert