Vilja að pilturinn verði áfram í haldi

Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á að gæsluvarðhald yfir nítján ára pilti, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna frá því á sunnudag, verði framlengt um tæpan mánuð. Gæsluvarðhaldið rennur út í dag. 

Krafa lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald byggir meðal annars á almannahagsmunum. Hún verður tekin fyrir í dag.

Unnar Steinn Bjarndal er skipaður verjandi piltsins og staðfestir hann þetta í samtali við mbl.is. Hann segir lögregluna hafa tvö tilvik af svipuðum toga til rannsóknar en vill ekki greina nánar frá því um hvað þau snúast. 

Frétt mbl.is: 19 ára grunaður um tvær nauðganir

Fréttatíminn greindi upphaflega frá málinu í gærkvöldi. Þar kom fram að nítján ára piltur hefði verið kærður fyrir tvær nauðganir. Fyrra málið kom upp á Suðurnesjunum í lok júlí en lögreglan þar fór ekki fram á gæsluvarðhald. Sex dögum kom seinna málið upp í Reykjavík og er það mjög svipað því fyrr, er segir í Fréttatímanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist gæsluvarðhalds.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­tím­ans barst Neyðarlín­unni sím­tal á sunnu­dag þar sem óskað var eft­ir sjúkra­bíl að heim­ili í Grafar­vogi. Voru þar nokk­ur ung­menni sam­an kom­in í íbúð þegar óp og grát­ur bár­ust úr her­bergi í íbúðinni þar sem inni voru 15 ára stelpa og pilt­ur­inn 19 ára. Voru þá dyr her­berg­is­ins læst­ar og reyndu viðstadd­ir að fá þau til að opna her­bergið. Loks hafi pilt­ur­inn komið til dyra og strunsaði út úr íbúðinni.

Stúlk­an var flutt á Neyðar­mót­töku fyr­ir þolend­ur kyn­ferðis­brota á Land­spít­al­an­um og hand­tók lög­regla pilt­inn, sem hafði hlaupið út í fjöru og mun ástand hans hafa verið ann­ar­legt.

Vöknuðu grun­semd­ir um að pilt­ur­inn hefði framið fleiri kyn­ferðis­brot og kom þá í ljós Lög­regl­an á Suður­nesj­um hafði sam­bæri­legt mál til rann­sókn­ar. Í fyrra mál­inu var pilt­ur­inn hand­tek­inn og yf­ir­heyrður und­ir morg­un en síðan sleppt. Fékk stúlk­an aðhlynn­ingu á Neyðar­mót­töku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert