Lögregla leitar enn mannsins

Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið. Talið er að …
Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið. Talið er að átökin tengist uppgjöri hópa. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Maðurinn sem lögregla leitar vegna átakanna í Breiðholti á föstudagskvöld gengur enn laus. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt kapp vera lagt á að ná manninum, en lögregla veit deili á honum líkt og fram hefur komið í fyrri fréttum. Tilkynnt var um tvo skothvelli sem bárust frá hópnum á föstudagskvöld.

Hann segir nokkrar ábendingar hafa borist lögreglu sem hún fylgdi eftir en hafði ekki erindi sem erfiði.

Friðrik áréttar þó að almenningi stafi ekki hætta af manninum og svo virðist sem átökin á föstudagskvöld, þegar vopnuð slagsmál hófust á milli 40 til 50 manns fyrir utan söluturninn í Iðufelli, tengist uppgjöri milli tveggja hópa. 

Spurður nánar út í atvikalýsingu föstudagskvöldsins kaus Friðrik að veita ekki nánari upplýsingar um málið að svo stöddu, rannsókn málsins sé enn í fullum gangi. Maður sem var handtekinn aðfaranótt laugardags var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Kona sem var einnig handtekin í tengslum við rannsóknina var sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert