Annar í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar

Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið en til átaka …
Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið en til átaka kom á milli hópa í Fellahverfi. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Karlmaðurinn sem handtekinn var í morgun í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. ágúst á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Mbl.is greindi frá því áðan því að krafist var gæsluvarðhalds yfir manninum í kjölfar yfirheyrslna í dag og hefur sú krafa verið tekin til greina. 

Sjá frétt mbl.is: Gera kröfu um gæsluvarðhald

Annar maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna sama máls um helgina en sá maður var handtekinn aðfaranótt laugardags. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert