Gera kröfu um gæsluvarðhald

Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið en til átaka …
Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið en til átaka kom á milli hópa í Fellahverfi. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Maðurinn sem handtekinn var í morgun í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld hefur verið leiddur fyrir dómara og gerir lögreglan kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum. Þetta staðfestir lögreglan í samtali við mbl.is.

Sjá frétt mbl.is. Maðurinn fundinn

Er maðurinn annar tveggja manna sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni en hinn var handtekinn aðfaranótt laugardags og var í framhaldinu úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Maðurinn sem handtekinn var í dag, var yfirheyrður áður en ákvörðun um að óska eftir gæsluvarðhaldi var tekin nú síðdegis. 

Tilkynnt var um tvo skothvelli sem bárust frá hópnum á föstudagskvöld en til vopnaðra slagsmála kom á milli 40 til 50 manns fyrir utan söluturninn í Breiðholti á laugardagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert