Annar maðurinn 28 ára, hinn 29 ára

Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið.
Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Karlmennirnir tveir sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld eru 28 ára og 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar en af erlendu bergi brotnir. Mennirnir hafa báðir komið við sögu hjá lögreglu áður.

Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar LRH, í samtali við blaðamann mbl.is. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudaginn, 12. ágúst.

Uppfært kl. 13.51:
mbl.is greindi fyrst frá því að annar maðurinn væri 17 ára og hinn 37 ára. Hið rétta er að annar maðurinn er 28 ára og hinn 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Rangar upplýsingar bárust frá lögreglu sem hefur nú leiðrétt upplýsingarnar. 

Hald hefur verið lagt á eitt skotvopn vegna rannsóknar málsins en það er talið vera vopnið sem notað var til að skjóta á fólksbíl um kvöldið. Þrír voru í bílnum sem skotið var á en enginn slasaðist.

Rannsókn málsins er í fullum gangi, að sögn Friðrik Smára. Aðspurður segir hann lögreglu ekki hafa náð almennilega utan um hverjir hafa verið meðal þeirra sem tókust á. Um tuttugu til þrjátíu manns hafi verið að ræða.

Segir hann allt benda til þess að fólkið í bílnum hafi tengst deilunum, að ekki hafi verið um handahófskennda árás á almenning að ræða. Þá segir Friðrik Smári að eftir eigi að koma í ljós hvort vopnið hafi verið skráð og lögregla viti ekki til þess að önnur vopn hafi verið sýnileg í átökunum um kvöldið.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld.
Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Atburðarás síðustu daga

Slagsmál brutust út fyrir utan söluturn í Iðufelli í Breiðholti snemma kvölds föstudaginn 5. ágúst. Lögregla kom á staðinn en fór skömmu síðar í burtu.

Um kl. 21 kom aftur til átaka, byssuskot heyrðust og óskað var eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kallaðar út vegna tilkynningarinnar, líkt og kom fram í tilkynningu sem send var til fjölmiðla.

Hverfinu var lokað af lögreglu. Skömmu eftir kl. 23 barst önnur tilkynning frá lögreglu þar sem fólk í Fellahverfinu í Breiðholti var beðið um að vera ekki á ferli.

Rétt fyrir klukkan hálftvö um nóttina barst þriðja tilkynningin frá lögreglu. Þar kom fram að lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitaði tveggja manna og ökutækis í kjölfar aðgerða hennar og sérsveitar í Fellahverfinu. Þar kom einnig fram að tilkynnt hefði verið um tvo skothvelli og vitni hefðu greint frá því að skotið hefði verið á bíl. Mennirnir tveir sem leitað var að væru grunaðir um skotárásina. Hvatti lögregla mennina til að gefa sig fram, sem og þá sem voru í bifreiðinni.

Á laugardagsmorgninum sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að um þröngan hóp hefði verið að ræða sem virðist hafa verið að gera upp sakir sem þeir áttu sín á milli. Sagði hann einnig að lögregla teldi sig vita hverjir mennirnir tveir, sem þá var leitað að, væru.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudag.
Frá aðgerðum lögreglu á föstudag. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Rétt fyrir hádegi á laugardag barst tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að lögregla á höfuðborgarsvæðinu væri með tvo í haldi vegna aðgerðanna kvöldið áður, karl og konu. Sagði einnig að maðurinn væri annar þeirra sem grunaður væri um að hafa staðið að skotárásinni.

Klukkan tvö á laugardag barst enn og aftur tilkynning frá lögreglu en þar kom fram að bíllinn hefði fundist í Breiðholti. Hafði lögregla náð sambandi við þá sem voru í bílnum og slösuðust þeir ekki þegar skotið var á bílinn.

Klukkan rúmlega fimm á laugardag barst tilkynning frá lögreglu um að maðurinn sem handtekinn var fyrr um daginn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Konan var aftur á móti látin laus.

Lögregla sendi síðan frá sér tilkynningu fyrir hádegi á mánudag þar sem kom fram að hinn maðurinn hefði verið handtekinn þann morguninn. Maðurinn fannst á höfuðborgarsvæðinu en hann gaf sig ekki fram sjálfur.

Síðdegis á mánudag barst önnur tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að hinn maðurinn hefði einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það rennur út á föstudaginn, 12. september.

mbl.is

Innlent »

Sex slasaðir í rútuslysi

17:34 Sex manns eru slasaðir eftir rútuslys við Lýsuhól á Snæfellsnesi. Tilkynnt var um slysið nú á sjötta tímanum í dag og eru lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir á leið á vettvang. Meira »

Rafleiðnin stöðug frá hádegi

17:17 Rafleiðni í Múlakvísl hefur haldist stöðug frá því um hádegi í dag, en leiðni í ánni hefur verið að aukast undanfarna daga. Brennisteinslyktin við Múlakvísl er þó áfram stæk og mælir sérfræðingur náttúruvársviðs Veðurstofunnar með því að fólk sé þar ekki mikið á ferðinni. Meira »

„Þessu miðar hægt en örugglega“

16:58 Formenn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar, hafa ekki komið saman til fundar í dag. „Flokkarnir eru ekki að funda sjálfir í dag heldur erum við meira að vinna heimavinnu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Meira »

Gamli Garður í nefnd

16:40 Starfshópur á vegum Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar mun fara yfir áform um uppbyggingu stúdentagarða og stækkun vísindagarðareits á háskólasvæðinu. Þetta er gert í kjölfar alvarlegrar gagnrýni Minjastofnunar á þau áform að reisa stúdentagarða á lóð Gamla Garðs. Meira »

Metþátttaka í hverfiskosningum borgarinnar

16:23 Metþátttaka hefur verið í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld og klukkan þrjú í dag höfðu 10.106 Reykvíkingar kosið, sem er 9,9% kosningaþátttaka. Meira »

Hæddist að mér fyrir að „vanmeta stöðuna“

16:10 „Eftir að lögreglan hafði hæðst að mér fyrir að „vanmeta“ stöðuna keyrir bíllinn í burtu og skilur stúlkuna eftir, enda höfðu þeir engan áhuga á að hjálpa henni,“ segir Hrafnkell Ívarsson, dyravörður til sex ára. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Armbönd
...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...