Annar maðurinn 28 ára, hinn 29 ára

Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið.
Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Karlmennirnir tveir sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld eru 28 ára og 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar en af erlendu bergi brotnir. Mennirnir hafa báðir komið við sögu hjá lögreglu áður.

Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar LRH, í samtali við blaðamann mbl.is. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudaginn, 12. ágúst.

Uppfært kl. 13.51:
mbl.is greindi fyrst frá því að annar maðurinn væri 17 ára og hinn 37 ára. Hið rétta er að annar maðurinn er 28 ára og hinn 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Rangar upplýsingar bárust frá lögreglu sem hefur nú leiðrétt upplýsingarnar. 

Hald hefur verið lagt á eitt skotvopn vegna rannsóknar málsins en það er talið vera vopnið sem notað var til að skjóta á fólksbíl um kvöldið. Þrír voru í bílnum sem skotið var á en enginn slasaðist.

Rannsókn málsins er í fullum gangi, að sögn Friðrik Smára. Aðspurður segir hann lögreglu ekki hafa náð almennilega utan um hverjir hafa verið meðal þeirra sem tókust á. Um tuttugu til þrjátíu manns hafi verið að ræða.

Segir hann allt benda til þess að fólkið í bílnum hafi tengst deilunum, að ekki hafi verið um handahófskennda árás á almenning að ræða. Þá segir Friðrik Smári að eftir eigi að koma í ljós hvort vopnið hafi verið skráð og lögregla viti ekki til þess að önnur vopn hafi verið sýnileg í átökunum um kvöldið.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld.
Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Atburðarás síðustu daga

Slagsmál brutust út fyrir utan söluturn í Iðufelli í Breiðholti snemma kvölds föstudaginn 5. ágúst. Lögregla kom á staðinn en fór skömmu síðar í burtu.

Um kl. 21 kom aftur til átaka, byssuskot heyrðust og óskað var eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kallaðar út vegna tilkynningarinnar, líkt og kom fram í tilkynningu sem send var til fjölmiðla.

Hverfinu var lokað af lögreglu. Skömmu eftir kl. 23 barst önnur tilkynning frá lögreglu þar sem fólk í Fellahverfinu í Breiðholti var beðið um að vera ekki á ferli.

Rétt fyrir klukkan hálftvö um nóttina barst þriðja tilkynningin frá lögreglu. Þar kom fram að lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitaði tveggja manna og ökutækis í kjölfar aðgerða hennar og sérsveitar í Fellahverfinu. Þar kom einnig fram að tilkynnt hefði verið um tvo skothvelli og vitni hefðu greint frá því að skotið hefði verið á bíl. Mennirnir tveir sem leitað var að væru grunaðir um skotárásina. Hvatti lögregla mennina til að gefa sig fram, sem og þá sem voru í bifreiðinni.

Á laugardagsmorgninum sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að um þröngan hóp hefði verið að ræða sem virðist hafa verið að gera upp sakir sem þeir áttu sín á milli. Sagði hann einnig að lögregla teldi sig vita hverjir mennirnir tveir, sem þá var leitað að, væru.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudag.
Frá aðgerðum lögreglu á föstudag. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Rétt fyrir hádegi á laugardag barst tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að lögregla á höfuðborgarsvæðinu væri með tvo í haldi vegna aðgerðanna kvöldið áður, karl og konu. Sagði einnig að maðurinn væri annar þeirra sem grunaður væri um að hafa staðið að skotárásinni.

Klukkan tvö á laugardag barst enn og aftur tilkynning frá lögreglu en þar kom fram að bíllinn hefði fundist í Breiðholti. Hafði lögregla náð sambandi við þá sem voru í bílnum og slösuðust þeir ekki þegar skotið var á bílinn.

Klukkan rúmlega fimm á laugardag barst tilkynning frá lögreglu um að maðurinn sem handtekinn var fyrr um daginn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Konan var aftur á móti látin laus.

Lögregla sendi síðan frá sér tilkynningu fyrir hádegi á mánudag þar sem kom fram að hinn maðurinn hefði verið handtekinn þann morguninn. Maðurinn fannst á höfuðborgarsvæðinu en hann gaf sig ekki fram sjálfur.

Síðdegis á mánudag barst önnur tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að hinn maðurinn hefði einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það rennur út á föstudaginn, 12. september.

mbl.is

Innlent »

12 ára slasast í mótorkross

21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Borðstofuborð
Til sölu borðstofuborð. 180cm x100 með 2x 55 cm stækkunum. Verðhugmynd 50.000 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...