Annar maðurinn 28 ára, hinn 29 ára

Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið.
Frá aðgerðum lögreglu í Breiðholti á föstudagskvöldið. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Karlmennirnir tveir sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld eru 28 ára og 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar en af erlendu bergi brotnir. Mennirnir hafa báðir komið við sögu hjá lögreglu áður.

Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar LRH, í samtali við blaðamann mbl.is. Gæsluvarðhald yfir mönnunum rennur út á föstudaginn, 12. ágúst.

Uppfært kl. 13.51:
mbl.is greindi fyrst frá því að annar maðurinn væri 17 ára og hinn 37 ára. Hið rétta er að annar maðurinn er 28 ára og hinn 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Rangar upplýsingar bárust frá lögreglu sem hefur nú leiðrétt upplýsingarnar. 

Hald hefur verið lagt á eitt skotvopn vegna rannsóknar málsins en það er talið vera vopnið sem notað var til að skjóta á fólksbíl um kvöldið. Þrír voru í bílnum sem skotið var á en enginn slasaðist.

Rannsókn málsins er í fullum gangi, að sögn Friðrik Smára. Aðspurður segir hann lögreglu ekki hafa náð almennilega utan um hverjir hafa verið meðal þeirra sem tókust á. Um tuttugu til þrjátíu manns hafi verið að ræða.

Segir hann allt benda til þess að fólkið í bílnum hafi tengst deilunum, að ekki hafi verið um handahófskennda árás á almenning að ræða. Þá segir Friðrik Smári að eftir eigi að koma í ljós hvort vopnið hafi verið skráð og lögregla viti ekki til þess að önnur vopn hafi verið sýnileg í átökunum um kvöldið.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld.
Frá aðgerðum lögreglu á föstudagskvöld. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Atburðarás síðustu daga

Slagsmál brutust út fyrir utan söluturn í Iðufelli í Breiðholti snemma kvölds föstudaginn 5. ágúst. Lögregla kom á staðinn en fór skömmu síðar í burtu.

Um kl. 21 kom aftur til átaka, byssuskot heyrðust og óskað var eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kallaðar út vegna tilkynningarinnar, líkt og kom fram í tilkynningu sem send var til fjölmiðla.

Hverfinu var lokað af lögreglu. Skömmu eftir kl. 23 barst önnur tilkynning frá lögreglu þar sem fólk í Fellahverfinu í Breiðholti var beðið um að vera ekki á ferli.

Rétt fyrir klukkan hálftvö um nóttina barst þriðja tilkynningin frá lögreglu. Þar kom fram að lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitaði tveggja manna og ökutækis í kjölfar aðgerða hennar og sérsveitar í Fellahverfinu. Þar kom einnig fram að tilkynnt hefði verið um tvo skothvelli og vitni hefðu greint frá því að skotið hefði verið á bíl. Mennirnir tveir sem leitað var að væru grunaðir um skotárásina. Hvatti lögregla mennina til að gefa sig fram, sem og þá sem voru í bifreiðinni.

Á laugardagsmorgninum sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að um þröngan hóp hefði verið að ræða sem virðist hafa verið að gera upp sakir sem þeir áttu sín á milli. Sagði hann einnig að lögregla teldi sig vita hverjir mennirnir tveir, sem þá var leitað að, væru.

Frá aðgerðum lögreglu á föstudag.
Frá aðgerðum lögreglu á föstudag. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Rétt fyrir hádegi á laugardag barst tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að lögregla á höfuðborgarsvæðinu væri með tvo í haldi vegna aðgerðanna kvöldið áður, karl og konu. Sagði einnig að maðurinn væri annar þeirra sem grunaður væri um að hafa staðið að skotárásinni.

Klukkan tvö á laugardag barst enn og aftur tilkynning frá lögreglu en þar kom fram að bíllinn hefði fundist í Breiðholti. Hafði lögregla náð sambandi við þá sem voru í bílnum og slösuðust þeir ekki þegar skotið var á bílinn.

Klukkan rúmlega fimm á laugardag barst tilkynning frá lögreglu um að maðurinn sem handtekinn var fyrr um daginn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Konan var aftur á móti látin laus.

Lögregla sendi síðan frá sér tilkynningu fyrir hádegi á mánudag þar sem kom fram að hinn maðurinn hefði verið handtekinn þann morguninn. Maðurinn fannst á höfuðborgarsvæðinu en hann gaf sig ekki fram sjálfur.

Síðdegis á mánudag barst önnur tilkynning frá lögreglu þar sem kom fram að hinn maðurinn hefði einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það rennur út á föstudaginn, 12. september.

mbl.is

Innlent »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »

Fengu símagögn þrátt fyrir kæru

Í gær, 21:54 Lögreglan á Akureyri fékk upplýsingar um notkun á símanúmeri grunaðs manns í frelsissviptingarmáli tæpri klukkustund eftir þinghaldi um kröfuna lauk þrátt fyrir að því hafi verið lýst yfir í framhaldi af uppkvaðningu úrskurðarins að hann yrði kærður til Hæstaréttar. Meira »

Guðmundur fundinn

Í gær, 21:33 Guðmundur Guðmundsson sem lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ti eftir nú í kvöld er fundinn.  Meira »

Hafa tekið sér tak í upplýsingamiðlun

Í gær, 21:10 Rafræn könnunarpróf verða lögð fyrir 4. og 7. bekk á næstu dögum. Í fyrra voru al­geng­ustu erfiðleik­arn­ir sem nem­end­ur, kenn­ar­ar og skóla­stjórn­end­ur fundu fyr­ir innslátt­ar­vill­ur við inn­rit­un í próf­in. Nú á að vera búið að fara yfir tölvukerfið og sníða af hina ýmsu agnúa. Meira »

Berjast um að heilla bragðlaukana

Í gær, 20:40 Undanúrslit í keppninni um kokk ársins 2017, fór fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. Tólf matreiðslumenn höfðu unnið sér inn þátttökurétt í undanúrslitunum eftir nafnlaust val dómnefndar byggt á innsendum uppskriftum. Meira »

Eina líkamsræktarstöð bæjarins lokar

Í gær, 21:00 Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu um að skoðuð verði aðkoma bæjarins að líkamsræktarstöð á Torfsnesi þar sem íþróttahús bæjarins er staðsett. Ástæðan er sú að eina líkamsræktarstöð bæjarins, Stúdíó Dan, lokar í febrúar. Meira »

Ósöluhæfar eignir í lífeyrisskuldbindingar

Í gær, 20:20 Til greina gæti komið að ráðstafa þeim eignum Lindahvols ehf., sem ekki eru söluhæfar, beint til niðurgreiðslu lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs. Þannig væri unnt að hámarka virði þeirra fyrir ríkissjóð. Meira »

Eitthvað bogið við verðlagninguna

Í gær, 20:10 Sigurður Ingi Jóhannson, formaður Framsóknarflokksins gerir stöðu sauðfjárbænda að umfjöllunarefni á Facebook síðu sinni nú í kvöld og segir verðlagningu kindakjöts hvorki þjóna bændum né neytendum. Meira »

Tildrög banaslyssins enn ókunn

Í gær, 20:00 Tildrög banaslyssins sem varð þegar Kanadamaðurinn David Frederik McCord, eða Grampa Dave, féll til jarðar með svifvæng í Reynisfjöru 13. ágúst eru enn ókunn. Meira »

Lögregla lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni

Í gær, 19:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Guðmundssyni, 44 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Breiðholti snemma í morgun. Lögregla greindi frá á tíunda tímanum að Guðmundur væri fundinn. Meira »

Standa fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu

Í gær, 19:39 70-80% þeirra sem taldir eru hafa verið smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi hafa nú hafið meðferð gegn sjúkdóminum. Landspítalinn stendur nú fyrir átaki í skimun fyrir lifrarbólgu C og eru allir sem eru í aukinni áhættu að hafa smitast hvattir til að fara í greiningarpróf. Meira »

Myndirnar segja til um hugarástandið

Í gær, 18:48 Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen uppgötvaði listræna hæfileika á fullorðinsaldri. Hún tók stutt nám á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, annað hefur hún lært á Youtube. Katrín hefur barist við þunglyndi sem engin lyf hafa unnið á og býður nú greiningar á því athyglisbrestur hafi leitt hafi til þunglyndis. Meira »

Austurbæjarbíó gluggi fyrir ferðamenn

Í gær, 17:54 Gamla Austurbæjarbíó hefur fengið nýtt hlutverk sem gluggi fyrir ferðamenn inn í íslenska sögu, náttúru og samfélag. Sýningin „Tales from Iceland“ opnaði í Austurbæjarbíói í dag en að sýningunni stendur hópur hönnuða og kvikmyndagerðamanna sem hafa unnið að henni í rúmlega fjögur ár. Meira »

Íhuga að óska eftir frekari rannsókn

Í gær, 19:25 Eigendur veitingastaðarins Fresco segjast slegnir vegna fregna af að ungur maður hafi leitað upp á Landspítala eftir að hafa fundið mús í salati sem hann hafði keypt þar, en neytti annars staðar. Fresco skoðar nú hvort það eigi að óska eftir frekari rannsókn á málinu. Meira »

Leka heitavatnslögnin fundin

Í gær, 18:37 Leka lögnin sem flæddi úr í Vesturbænum fyrr í dag er fundin en hún reyndist vera undir Hringbraut. Mest af heita vatninu kom aftur á móti upp á horni Kaplaskjólsvegar og Víðimels og í nálægum brunnum að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Borgarfulltrúar 23 á næsta kjörtímabili

Í gær, 17:42 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjölga borgarfulltrúum upp í 23 frá og með næsta kjörtímabili, en það er sá lágmarksfjölda fulltrúa sem mælt er fyrir um í sveitarstjórnarlögum. Var tillagan samþykkt með 11 atkvæðum gegn fjórum. Meira »
Suzuki Grand Vitara árgerð 2006
Eldsneyti / Vél Bensín Akstur 190 þús km 4 strokkar 1.995 cc. Innspýtin...
VW POLO
TIL SÖLU ÞESSI FALLEGI VW POLO COMFORTLINE ÁRGERÐ 2011. BÍLLINN ER MEÐ 1400 VÉL ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...