Rannsókn á fjárdráttarmáli á lokastig

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. Sigurður Bogi Sævarsson

Rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum fjárdrætti hjá Sparisjóði Siglufjarðar er á lokastigum. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eða ekki. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is.

Magnús Jónas­son, fyrr­ver­andi for­seti bæj­ar­stjórn­ar á Sigluf­irði, er grunaður um fjár­drátt upp á  um 100 millj­ón­ir króna hjá bank­an­um, en í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra frá í apríl á þessu ári kemur fram að sparisjóðurinn fari fram á greiðslu frá Magnúsi upp á 107 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum. Þá kemur þar fram að heildarkröfur sparisjóðsins nemi 178 milljónum króna, en héraðsdómur samþykkti kyrrsetningu á fjölda eigna Magnúsar vegna þessarar kröfu.

Magnús lét af störfum hjá sparisjóðnum í júní 2015 eftir að hafa starfað þar í aldarfjórðung. Eftir starfslokin vöknuðu grunsemdir um misferli og var hann að lokum kærður til héraðssaksóknara sem tók málið til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert