Biðja um myndir vegna skotárásar

Lögreglan lokaði nokkrum götum í Breiðholti vegna málsins.
Lögreglan lokaði nokkrum götum í Breiðholti vegna málsins. Mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás sem átti sér stað í Breiðholti sl. föstudag miðar ágætlega. Þó eru nokkur atriði sem enn eru óljós. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 

Lögreglan vil því biðja alla þá sem telja sig hafa vitneskju um atvikið, eiga myndir af vettvangi eða myndbandsupptökur að setja sig í samband við lögreglu í síma 444-1000, með því að senda tölvupóst (abending@lrh.is) eða með því að senda einkaskilaboð í gegnum fésbókarsíðu embættisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert