Gera úttekt vegna myglu daglega

Raki og mygla geta verið til vandræða í híbýlum fólks.
Raki og mygla geta verið til vandræða í híbýlum fólks. mbl.is/Golli

Úttektum á húsnæði með tilliti til rakaskemmda og myglu hefur fjölgað með þekkingu fólks á einkennunum. Þetta segir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, fagstjóri Húss og heilsu, fagsviðs innan verkfræðistofunnar EFLU, sem rannsakar líðan notenda í byggingum. Á fagsviðinu eru 7 starfsmenn og gera þeir nokkrar úttektir á dag á heimilum, fyrirtækjum og stofnunum.

„Við vitum í rauninni ekki tíðnina á vandamálum en það er óhætt að segja að þetta er of mikið eins og ástandið er í dag,“ segir Sylgja í viðtali í Morgunblaðinu i dag.

Skortir fagleg vinnubrögð

Spurð hvort eitthvað sé sameiginlegt með húsnæði þar sem myglusveppir spretta upp vegna rakaskemmda, segir Sylgja að það þurfi að vanda byggingu og viðhald húsnæðis. Í einhverjum tilfellum er það líka íbúinn sem umgengst húsnæðið ekki rétt, til dæmis með því að lofta ekki út þegar móða safnast á rúður.

Mikilvægt er að bregðast skjótt við leka og telur Sylgja að viðbrögð séu ekki nógu góð. Einnig skortir fagleg vinnubrögð þegar gert er við hús þar sem mygla hefur komið upp. „Það er verið að skilja rakaskemmdir eftir út um allt. Við höfum þurft að fara aftur í aðgerðir á húsum sem þegar er búið að gera við.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert