Gæsluvarðhald framlengt í skotárásarmáli

Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir eftir skotárásina hefur …
Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir eftir skotárásina hefur verið framlengt í fjórar vikur. mbl.is/Freyja Gylfadóttir

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárásinni sem átti sér stað í Fellahverfi í Breiðholti um síðustu helgi.

Annar maðurinn var handtekinn á laugardag en hinn á mánudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Eru mennirnir 28 og 29 ára gamlir.

Við handtöku voru mennirnir settir í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en með úrskurði dómstóla er það gæsluvarðhald nú framlengt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert