Þúsund mættu á Vegan festival

Á hátíðinni var boðið upp á vegan-pylsur með öllu og …
Á hátíðinni var boðið upp á vegan-pylsur með öllu og oumph-pastasalat. Ljósmynd/Sigvaldi Ástríðarson

„Þetta heppnaðist rosalega vel og mikil ánægja þannig að það er ekki spurning að þetta verður gert aftur og mikið stærra,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, sem situr í stjórn Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Vegan Festival á vegum samtakanna fór fram í dag á Thorsplani í Hafnarfirði.

Um þúsund manns mættu á hátíðina en boðið var upp á vegan-pylsur með öllu og oumph-pastasalat. Kynnir á hátíðinni var dragdrottningin Honey LaBronx en hún tók lagið og reytti af sér brandarana. Þá tróðu hljómsveitin Sóley og rapparinn Bróðir BIG upp og tók Bróðir BIG nokkur sérsamin vegan-lög.

Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Ljósmynd/Júlía Sif Ragnarsdóttir

Hin hliðin á Reykjavík Bacon Festival 

Spurð hvort tilviljun sé að Vegan Festival og Reykjavík Bacon Festival eða Matarhátíð alþýðunnar séu haldin á sama degi segir Sæunn Ingibjörg svo ekki vera. „Í fyrra var það ósk frá okkar félagsmönnum að það yrði haldin grillveisla og það hitti þannig á að það var stutt í beikonfestivalið. Okkur fannst það því jákvæður atkivismi að bjóða upp á mótvægi með þessum hætti og ákváðum að hafa hátíðina á þessum degi framvegis þannig að fólk hefði þetta val.“

Frétt mbl.is: Bændur og borg sameinast 

Sæunn Ingibjörg segir mikla vakningu hafa orðið í samfélaginu að undanförnu og margföldun hafi orðið í vegan-samfélaginu. Þá segir hún fjölmiðla yfirleitt hafa verið mjög jákvæða gagnvart vegan-viðburðum og mætt á staðinn en svo var ekki í dag. „Það kom enginn frá neinum sjónvarpsstöðvum og við vorum frekar hissa á því þar sem við héldum að þetta yrði svona hin hliðin á fréttinni um beikonfestivalið.“

Um þúsund manns mættu á hátíðina.
Um þúsund manns mættu á hátíðina. Ljósmynd/Sigvaldi Ástríðarson
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Ljósmynd/Júlía Sif Ragnarsdóttir
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Ljósmynd/Júlía Sif Ragnarsdóttir
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Ljósmynd/Júlía Sif Ragnarsdóttir
Sóley tók nokkur lög.
Sóley tók nokkur lög. Ljósmynd/Júlía Sif Ragnarsdóttir
Líf og fjör á Vegan Festivali Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Líf og fjör á Vegan Festivali Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Ljósmynd/Sigvaldi Ástríðarson
Bróðir BIG kom og rappaði nokkur vegan-lög.
Bróðir BIG kom og rappaði nokkur vegan-lög. Ljósmynd/Júlía Sif Ragnarsdóttir
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi.
Vegan Festival Samtaka grænmetisæta á Íslandi. Ljósmynd/Júlía Sif Ragnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert