Vilhjálmur stefnir á 2.–4. sætið

Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður.
Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður. mbl.is/Brynjar Gauti

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að gefa kost á sér í 2.–4. sætið í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 10. september. 

Hann greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hann sé búinn að skila inn prófkjörsgögnum og í samtali við mbl.is segist hann ætla að biðja um stuðning í 2.–4. sætið.

Vilhjálmur hefur setið á þingi frá árinu 2013. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm þingmenn kjörna í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, Bjarna Benediktsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Vilhjálm, Elínu Hirst og Jón Gunnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert