„Sorglegt að sjá fólk fullt af hatri“

Salmann á Austurvelli í dag.
Salmann á Austurvelli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst frábært að fólk sé að sýna stuðning við flóttamenn en mér finnst líka sorglegt að sjá fólk fullt af hatri á sama stað,” sagði Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi.

Hann var staddur á samstöðufundi með flóttafólki og hælisleitendum á Austurvelli í dag. Á sama tíma fóru fram mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna nýrra útlendingalaga.

„Maður er vanur því að Íslendingar séu gott fólk en svo verður maður hissa því þetta var ekki til hér áður fyrr. Þetta er í raun og veru sorglegt,” sagði Salmann um mótmæli Íslensku þjóðfylkingarinnar.

„Við verðum öll að reyna að hafa fallegt og friðsamt samfélag í þessu landi en það getur ekki verið friðsamlegt þegar mannréttindi eru fótum troðin.”

Frétt mbl.is: „Hingað eru flóttamenn velkomnir“

Salmann stendur fyrir framan félagsmenn í Íslensku þjóðfylkingunni á Austurvelli …
Salmann stendur fyrir framan félagsmenn í Íslensku þjóðfylkingunni á Austurvelli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert