Vill upplýsingar um kynferðisbrot

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Styrmir Kári

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem óskað er svara við því hversu margar tilkynningar um kynferðisbrot annars vegar og kærur vegna slíkra brota hafi borist lögregluyfirvöldum í tengslum við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem fram fór um síðustu mánaðamót.

Fjallað var um það fyrr í mánuðinum að þjóðhátíðarnefnd væri kunnugt um að 11 líkamsárásir og ein nauðgun hefði verið kærð til lögreglu eftir hátíðina í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert