Hóflegri breytingar en ætlað var

Á næstunni verður farið í að breyta Hallargarðinum við Fríkirkjuveg 11 en það er hluti af endurbótum á húsinu sögufræga sem er í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar eins og kunnugt er. Liður í þeim er að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða og gönguleiðir í gegnum garðinn sem er einn elsti almenningsgarður á landinu.

Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hefur umsjón með breytingunum og hann segir mikla virðingu vera borna fyrir húsinu og garðinum. Stærsta breytingin verður geil eða skarð sem opnast í þrjár áttir og bætir aðgengi að inngangi á jarðhæð, þar sem sýningarsalur verður staðsettur, og út að minnisvarða um Thor Jensen í garðinum. Eins litlu verði raskað og hægt er, en þó þannig að mikil bót verði af framkvæmdunum.

Þegar Björgólfur festi kaup á húsinu voru lagðar fram hugmyndir um útfærslur á lóðinni en þær breytingar sem nú verða gerðar eru umfangsminni en gert var ráð fyrir þar að sögn Þráins.

mbl.is kom við á Fríkirkjuveginum í vikunni og ræddi við Þráin um breytingarnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert