Sala á makríl lítur mun betur út en á síðasta ári

Vel hefur veiðst af makríl að undanförnu og gengið vel …
Vel hefur veiðst af makríl að undanförnu og gengið vel að selja afurðir.

„Heilt yfir lítur þetta mun betur út en í fyrra og ekki líkur á að menn sitji eins lengi með birgðir og þá.“

Þetta segir Hermann. Stefánsson, framkvæmdastjóri Iceland Pelagic, í Morgunblaðinu í dag, spurður um markaði fyrir makrílafurðir. Lönd í Vestur-Afríku hafa verið stór markaður fyrir makríl í ár en einnig Evrópulönd og Japan.

Hermann segir að heill makríll fari og seljist jafnóðum. Erfiðara hafi reynst að fá viðunandi verð fyrir hausaðan makríl, en verðið sé þó talsvert hærra en það fór lægst á síðasta ári í ringulreiðinni sem skapaðist við lokun Rússlandsmarkaðar. Þá hafi verð á mjöli og lýsi verið gott.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert