Útlendingar greiða af innlyksa skútum

Seglskútur. Erlendar skútur í Reykjavíkurhöfn. Áhugi á Íslandi og Grænlandi …
Seglskútur. Erlendar skútur í Reykjavíkurhöfn. Áhugi á Íslandi og Grænlandi eykst ár frá ári.

Tollstjóri er í átaki til að hafa uppi á erlendum skútum og skemmtibátum, sem hér hafa ílenst, til að láta eigendur greiða toll og virðisaukaskatt af innflutningi bátanna.

Seglskútusiglingar til Íslands og Grænlands hafa stóraukist síðustu ár og það gerist annað slagið að eigendur verða innlyksa hér með bátana af ýmsum ástæðum.

Tollurinn telur að greiða eigi aðflutningsgjöld af bátunum, ef þeir eru hér lengur en ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert