Mikill hiti í keppni fremstu liða

Ljósmynd/Glacier 360°

Fjallahjólreiðakeppnin Glacier 360° hélt áfram í dag og voru keppendur ræstir klukkan 9:00 í morgun. Hjólað var upp á Arnarvatnsheiði í gegnum hraunfláka, ár og yfir allar mögulegar hindranir að því er segir í fréttatilkynningu. Fyrir höndum var 111 kílómetra hjólaleið með tæplega 1.700 metra hæðarmun.

Veðrið hefur verið gott, sól og hægviðri langstærsta hluta leiðarinnar. Þó að keppendur hafi að vísu þurft að berjast við mikinn mótvind síðustu kílómetrana yfir Kjöl inn að Hveravöllum þar sem dagleiðinni lauk. Mikill hiti er í keppni fremstu liða og stefnir í harða baráttu á þriðju og síðustu dagleiðinni. Þá verður hjólað frá Hvervöllum um Kjalveg hinn forna um Þjófadali og að Gullfossi, þar sem keppni lýkur.

„Dagurinn í dag var skemmtilegur, mikið af tæknilegum köflum á grýttum stígum. Við höfðum aldrei hjólað þetta áður svo við erum að taka svolítið af sénsum, en þetta var hrikalega gaman. Svo þegar við komum á Kjalveg blés hressilega á móti, það tók svolítið í. Á morgun verður allt lagt í sölurnar og við ætlum okkur að stríða fyrsta liðinu eins og mögulegt er. Markmiðið er eins og alltaf sett á að vera fyrstur,“ er haft eftir Ingvari Ómarssyni, eina atvinnuhjólreiðamanni Íslendinga, sem keppir fyrir TF-WOW.

Dagleið morgundagsins er nokkuð ólík því sem að baki liggur þar sem gera má ráð fyrir hröðum, tæknilegum köflum á krefjandi stígum og vegum. Ljóst er að úrslit geta hæglega ráðist í öllum flokkum þennan síðasta dag keppninnar segir ennfremur. Á morgun verður ræst klukkan 9:00 frá Hveravöllum og hjóluð 85 kílómetra um Þjófadali og lýkur keppni við Gullfoss.

Staðan að loknum öðrum degi:

Karlaflokkur:
1. Team Hardrocx Abax by Swix (07:43:58) → 4:26:45
2. TF-WOW (+00:03:16) → 4:29:24
3. Team Trek Mesterhus 1 (+00:07:12) → 4:33:57

Kvennaflokkur:
1. Team Garmin Iceland (10:50:39) → 6:08:19
2. XY Cycling (+03:03:34) → 7:44:16
2. Kríurnar Adventure Club (+03:29:36) → 8:36:39

Blandaður flokkur:
1. Cape Brewing Company (8:51:06) → 5:07:47
2. Velocity Sports Lab (+0:03:20) → 5:07:56
3. Team Garmin SA (+0:44:32) → 5:36:31

Eldri en 40 ára:
1. VSÓ Masters (11:01:56) → 6:19:48
2. Frumherji (+0:06:32) → 6:26:48
3. Bergets Vänner (+0:12:50) → 6:07:52

Eldri en 50 ára:
1. Paulo & Jorge (10:41:23) → 6:10:52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert