„Ertu klikkaður?“

Þegar hugmyndin um að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið var borin upp við tónlistarmanninn Valdimar Guðmundsson, voru hans fyrstu viðbrögð að spyrja hvort viðkomandi væri klikkaður. Á 10 mánuðum hefur hann undirbúið sig fyrir morgundaginn og segist finna mikinn mun á sér, allt sé auðveldara núna.

mbl.is ræddi kíkti í Laugardalshöllina í dag, ræddi við Valdimar og fylgdist með undirbúningi fyrir maraþonið sem fer fram á morgun.

Forskráðir keppendur eru 13.504 eða 4% fleiri en í fyrra.

4.015 erlendir keppendur frá 79 löndum eru skráðir til leiks og hafa aldrei verið fleiri.

Elsti keppandinn er 90 ára gamall og hyggst hlaupa heilt maraþon.

Um 4.100 manns hlaupa fyrir gott málefni og hafa þeir safnað rúmum 70 milljónum króna en áheitasöfnun lýkur á miðnætti á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert