Ræddu ekki ákvörðun Eyglóar

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segir ákvörðun sína um að styðja ekki fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar ekki hafa komið til tals á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ekki hafi verið ástæða til. Þá segir hún ákvörðunina ekki þurfa að hafa áhrif á hvort hún geti starfað í annarri ríkisstjórn flokkanna. 

mbl.is ræddi við Eygló að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún segir það sem skipti máli sé að sáttmáli ríkisstjórnarinnar hafi reynst þjóðinni vel. Jafnframt að það þurfi ekki að koma neinum á óvart að hún skuli standa við orð sín og vísar til þess að hún hafi ítrekað gagnrýnt fjárhagsáætlunina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert