Nýta sér forkaupsrétt á tveimur húsum

Á Þingvöllum.
Á Þingvöllum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingvallanefnd samþykkti í vor að nýta sér forkaupsrétt á tveimur sumarhúsum í þjóðgarðinum. Annað húsið stendur við Efristíg 2 og hitt við Rauðukusunes 3. RÚV sagði frá og hefur eftir þjóðgarðsverði að báðir bústaðir séu nánast ónýtir. Þeir verða fjarlægðir.

Að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar er síðarnefnda lóðin einstök, með upprunalegum gróðri og ósnortnu umhverfi. Í báðum tilvikum hafi sömu sjónarmið ríkt, að auðvelda almenningi aðgengi að Þingvallavatni.

Nefndin samþykkti einnig á sama fundi, sem haldinn var í maí, að falla frá forkaupsrétti að tveimur öðrum sumarhúsum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert