Ók bifhjóli á 214 km/klst.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem bifhjól mældist á 214 km/klst. Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugardag. Ökumaðurinn ók á móti rauðu ljósi, á röngum vegarhelmingi og sinnti í engu stöðvunarmerkjum lögreglu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

„Á þessum tíma var nokkur umferð og því skapaðist mikil hætta af háttalagi þessu.  Hjólinu var ekið frá Helluhverfi í Hafnarfirði inn á Reykjanesbraut og í áttina til Hafnarfjarðar og síðar á miklum hraða norður Reykjanesbraut og austur Ártúnsbrekku,“ segir þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert