1.500 hafa skrifað undir

Tæplega 1.500 manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnuninni.
Tæplega 1.500 manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnuninni. Ljósmynd/Aðsend

Tæplega 1.500 manns hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun á netinu vegna meðferðar á máli afganskra mæðgna sem hafa fengið neitun um hæli á Íslandi.

Þar er skorað á kærunefnd útlendingamála að endurskoða ákvörðun um að senda Maryam Raísi og Torpikey Farrash aftur til Svíþjóðar. Talið er nánast öruggt að þaðan verði þær sendar til Afganistans.

Frétt mbl.is: „Brjálæði“ að senda þær aftur til baka

„Betur má ef duga skal,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir, sem er ein þeirra sem standa á bak við undirskriftasöfnunina.

Hún tekur þó fram að töluvert fleiri hafi tekið þátt í henni en í mörgum öðrum samskonar söfnunum.

Vefsíða undirskriftasöfnunarinnar 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert