Bar róðrarvél upp á topp Esjunnar

Daði réri 2 kílómetra á toppnum.
Daði réri 2 kílómetra á toppnum.

„Þegar ég var hálfnaður upp þá hætti þetta að vera góð hugmynd og ég þurfti að taka þrjóskuna á þetta,“ segir Daði Erlingsson sem gekk upp á topp Esjunnar síðastliðinn föstudag með róðrarvél á bakinu. Þegar upp var komið reri hann 2 kílómetra og gekk svo aftur með vélina niður.

Daði starfar sem flugvirki úti í Finnlandi og fékk þessa hugmynd á einni vaktinni þar. Hann var staðráðinn í að framkvæma hana í sumar og á föstudaginn var fullkomið veður til þess. Róðrarvélina á Daði sjálfur en hann keppti í róðri áður fyrr og átti m.a. Íslandsmetið í 500 m róðri um tíma. „Vélin er um 28 kg að þyngd og hægt að taka hana sundur í tvo hluta. Ég teipaði hana saman, setti handklæði á axlirnar til að mýkja burðinn aðeins og skellti henni svo á bakið,“ segir Daði.

Kærastan hans, Christel Ýr Johansen, var með í för og hundurinn þeirra hann Rambó. Christel átti mikinn þátt í afrekinu en Daði segir að hún hafi hvatt hann áfram, sérstaklega þegar öll batterí voru tóm.

Ferðin tók um þrjár klukkustundir í heildina. „Það var alveg geggjað á toppnum, blankalogn og sólin að setjast. Þetta var klárlega þess virði,“ segir Daði.

Róðravélin er heil 28 kíló að þyngd.
Róðravélin er heil 28 kíló að þyngd.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert