Fengu fugl í hreyfilinn

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Flugvél WOW air sem lenda átti á Keflavíkurflugvelli rétt eftir miðnætti í gær fékk fugl í hreyfilinn skömmu eftir flugtak. Var þá ákveðið að snúa vélinni við og lenda aftur á flugvellinum í Barcelona en flugvélin hringsólaði yfir borginni í tæp þrjú korter til að brenna eldsneyti áður en henni var lent.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að gera hafi þurft við hreyfil vélarinnar vegna óhappsins og var því ákveðið að senda mannlausa vél út til Barcelona til að sækja farþega og áhöfn vélarinnar. Var mannskapnum komið fyrir á hóteli í borginni á meðan en áætlað er að vélin lendi snemma í fyrramálið.

RÚV greindi fyrst frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert