Funda vegna fentanýlneyslu

Lögregla hyggst funda með landlæknisembættinu.
Lögregla hyggst funda með landlæknisembættinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fulltrúar lögreglunnar munu á næstunni funda með starfsmönnum landlæknisembættisins til að ræða um neyslu lyfja á borð við fentanýl. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Lögregla rannsakar nú hvort andlát ungs manns sem lést um helgina tengist neyslu fentanýls, sem er sterkt lyfseðilsskylt verkjalyf. Maðurinn lést á heimili sínu eftir að hafa sótt skemmtistað í miðborginni ásamt félaga sínum.

Frétt mbl.is: Rannsaka andlát ungs manns

Félagi mannsins fór í hjartastopp á staðnum og er það mál einnig til rannsóknar.

Að sögn Friðriks Smára vaknaði grunur um neyslu lyfsins þegar lögregla kom á vettvang andlátsins.

Fentanýl er skylt morfíni og kemur í formi forðaplástra en þeir sem misnota efnið leysa það upp, reykja og/eða setja út í te, að sögn læknis hjá SÁÁ.

Frétt mbl.is: Hætta að anda við misnotkun fentanýls

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert