Fyrirtæki auka flugöryggi

Neskaupstaður. Flugvöllurinn er fyrir miðri mynd.
Neskaupstaður. Flugvöllurinn er fyrir miðri mynd. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

„Það er orðið mjög þarft að ráðast í endurbætur á vellinum,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, um samning frá í gær um fjármögnun lagningu bundins slitlags á Norðfjarðarflugvelli.

„Á endanum, þegar okkur fannst ríkið setja heldur of lítið fjármagn í viðhald flugvalla á landsbyggðinni, þá byrjuðum við að reyna að finna fjármagn hérna heima og bjóða síðan ríkinu að koma að hálfum hluta að framkvæmdinni,“ segir Páll í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt samningnum skiptist 158 m.kr. kostnaðurinn þannig að ríkissjóður greiðir 82 milljónir króna og Fjarðabyggð 76 milljónir, en Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað og Síldarvinnslan hf. lögðu 50 milljónir króna til kostnaðarhluta Fjarðabyggðar. Páll segir það hafa verið bæjarstjórninni umhugsunarefni að framkvæmdin hafi verið háð því að sveitarfélagið hefði milligöngu um allt að helming kostnaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert