Hálf milljón heiðagæsa á Íslandi

Arnór Þórir dýravistfræðingur ásamt Leu Dalstein Ingimarsdóttur gæsafangara og gæsinni …
Arnór Þórir dýravistfræðingur ásamt Leu Dalstein Ingimarsdóttur gæsafangara og gæsinni Jónasi en fuglinn var merktur í Svarfaðardal.

Gæsastofnum sem verpa hér eða hafa hér viðkomu hefur reitt vel af á undanförnum árum. Heiðagæsastofninn setti nýtt met í fyrra og taldist vera um 530.000 fuglar, eða um 100.000 gæsum fleiri en árið á undan.

Mælingar á gæsastofninum hér á landi hófust árið 1950 og hafa fyrst og fremst verið stundaðar af Bretum. Náttúrufræðistofnun Íslands ásamt Arnóri Þóri Sigfússyni, dýravistfræðingi hjá Verkís, hefur umsjón með hluta talningarinnar sem fer fram hér á landi.

„Gæsastofninn er sameiginlegur með Bretum, þar sem gæsirnar eiga vetrarstöðvar á Bretlandseyjum,“ segir Arnór í umfjöllun um viðkomu gæsastofnsins í Morgunblaðinu í dag. Heiðagæsin var talin fyrst gæsastofna í kringum 1950 og var þá um 30.000 fuglar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert