Leyfi hljóðdempara á stærri riffla

Skotveiðimenn á gæsaveiðum.
Skotveiðimenn á gæsaveiðum. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Birt hafa verið til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um skotvopn þar sem lagt er til að heimilt verði að nota svonefnda hljóðdempara á stærri riffla með leyfi lögreglustjóra. 

Á vef innanríkisráðuneytisins kemur fram að heimilt hafi verið að nota slíka hljóðdempara á öðrum Norðurlöndum en dempararnir vernda heyrn veiðimanns og valda minni truflun á nærumhverfi.

„Sá misskilningur virðist vera ríkjandi að hljóðdemparar á almenna veiðiriffla geri þá hljóðlausa en raunin er sú að eftir sem áður er æskilegt að nota heyrnarhlífar. Þó eru minni líkur á heyrnarskemmdum séu hljóðdemparar notaðir.

Frestur til að skila inn umsögnum um drögin eru til og með 29. ágúst. Sjá nánar á vef ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert