Malbikað á Miklubraut í dag

Langar biðraðir mynduðust á Miklubraut í gær.
Langar biðraðir mynduðust á Miklubraut í gær. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Unnið er að malbikun á Miklubraut til austurs frá klukkan fimm í morgun til klukkan 17. Vinnusvæðið byrjar við gatnamót við Lönguhlíð og nær að gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Vinstri akrein í austur verður lokuð og umferð hleypt um hægri akrein. Lokanir og hjáleiðir verða merktar meðan á framkvæmd stendur. 

Þetta er alls ekki góður tími

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni sem annast framkvæmdina.

Vegna framkvæmda á brú á Blöndu á Blönduósi verður önnur akreinin lokuð og umferð stýrt með ljósum frá 16. ágúst til 1. desember. Athygli er vakin á því að akbraut er einungis 3,0 m að breidd og vegfarendur beðnir um að gæta fyllstu varúðar.

Vegna framkvæmda við nýja biðstöð strætó við Aðaltún í Mosfellsbæ er þrengt að umferð á Vesturlandsvegi. Reiknað er með að vinnan standi út september. Ökumenn eru hvattir til að virða umferðarmerkingar á staðnum.

Vegir þar sem F er í vegnúmerinu eru ekki færir fólksbílum, sumir eru þokkalega færir jepplingum en aðrir aðeins stórum jeppum. Auk þess geta aðstæður breyst frá degi til dags, ekki síst þar sem fara þarf yfir vatnsföll. Það er því mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður á þeim leiðum sem það hyggst fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert