Pottur á eldavél í mannlausri íbúð

Gleymst hafði að slökkva undir pottinum.
Gleymst hafði að slökkva undir pottinum. Ljósmynd/Wikipedia

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út kl. 17.30 í dag er tilkynnt var um mikinn reyk í fjölbýlishúsi í Sóltúni. Í ljós kom að pottur hafði verið skilinn eftir á eldavél en gleymst að slökkva undir, með þeim afleiðingum að mikinn reyk og „leiðindalykt“ lagði um íbúðina og fram á gang.

Sjúkrabifreið slökkviliðsins var kölluð til baka þegar í ljós kom að íbúðin var mannlaus en við tók vinna við að reykræsta íbúðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert