Sæbrautin fræst og malbikuð á morgun

Á hlaupum við Sæbrautina.
Á hlaupum við Sæbrautina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun stendur til að fræsa og malbika Sæbraut til suðurs. Vinnusvæðið nær frá gatnamótunum við Holtaveg og yfir gatnamótin við Kleppsmýrarveg/Skeiðavog. Vinstri akrein í suður verður lokuð og umferð hleypt um hægri akrein.

Áætlað er að framkvæmdin standi yfir frá kl. 5 - 17, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Þau eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

„Vinstri beygjuakreinar af Sæbraut inn á Kleppsmýrarveg og Skeiðavog verða lokaðar. Eins verða vinstri beygjuakreinar inn á Sæbraut af Skeiðavogi og Kleppsmýrarvegi lokaðar. Lokanir og hjáleiðir verða merktar meðan á framkvæmd stendur. Athygli er vakin á því að stefnt er að því að malbika hægri akrein til suðurs á fimmtudag 25. ágúst,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert