Sækja alvarlega veikan farþega

Þyrla LHG TF.
Þyrla LHG TF. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú rétt fyrir hádegi beiðni um aðstoð þyrlu vegna alvarlega veiks farþega um borð í skemmtiferðaskipinu Astoria. Skemmtiferðaskipið, sem var á leið frá landinu, er nú statt um 80 sjómílur suðsuðaustur af Vestmannaeyjum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór í loftið skömmu fyrir hádegi og er áætlað að hún verði yfir skipinu upp úr klukkan 13. Mun þyrlan flytja sjúklinginn á sjúkrahús í Reykjavík, segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert