Stöðubrotin 300 talsins

Menningarnótt 2016.
Menningarnótt 2016. mbl.is/Freyja Gylfa

Alls voru um 300 sektaðir fyrir stöðubrot á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

Umferðin á Menningarnótt gekk vel en hægt á köflum og má þar sérstaklega nefna Vatnsmýrarveg og Hringbraut.

Á sama tíma var minna álag á Sæbraut og nóg af bílastæðum í Borgartúni og nágrenni þess.

„Sem fyrr áttu sumir ökumenn erfitt með að virða lokanir, en það jákvæða á Menningarnótt var hins vegar sú staðreynd að stöðubrotum snarfækkaði frá fyrri árum. Þau voru nú um 300 sem telst í minna lagi enda hafa stöðubrot á Menningarnótt að jafnaði verið um eitt þúsund og rúmlega það,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert