Þreskja hálfum mánuði fyrr en vanalega

Byggið er hávaxið á Þorvaldseyri.
Byggið er hávaxið á Þorvaldseyri. mbl.is/Jónas Erlendsson

Sunnlenskir kornbændur eru byrjaðir að þreskja. Bændurnir á Þorvaldseyri hófu uppskerustörf síðastliðinn fimmtudag og er það nærri hálfum mánuði fyrr en algengast hefur verið.

„Akrarnir eru þéttir og fallegir. Það er unun að horfa á þá og varla að maður tími því að slá. Akrarnir draga að sér athygli erlendra ferðamanna sem sjá hér akra eins og í heimalöndum sínum. Við erum á sama tíma að þreskja korn og repju og starfsfélagar okkar í Skandinavíu,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, í Morgunblaðinu í dag.

Íslenska yrkið Kría er fljótsprottið tveggja raða bygg. Það er lengst komið og Ólafur segir að flestir akrarnir séu tilbúnir. „Það er rífandi þurrkur og engin ástæða til að bíða lengur með slátt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert