Vilja að útgerðarfélög greiði sjómannaafslátt

Sjómenn hafa nú verið án samninga í um fimm og …
Sjómenn hafa nú verið án samninga í um fimm og hálft ár. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Mikið ber enn á milli hjá sjómönnum og útgerðarfélögum. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

„Ég held að ég geti sagt það. Miðað við hvernig sjómenn sáu hinn samninginn fyrir sér þá ber mikið á milli held ég,“ segir Valmundur, en sjómenn höfnuðu nýjum kjarasamningi með um tveimur þriðju atkvæða þann 10. ágúst síðastliðinn.

Fulltrúar Sjómannasambandsins funduðu í gær með ríkissáttasemjara og fulltrúum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Segir Valmundur að vissar þreifingar eigi sér stað, en mest sé óánægjan vegna þess hvernig fiskverðið ráði hlut sjómanna. „Við leysum það kannski ekki á einni viku en við viljum sjá ákveðnar lausnir á því og tímaramma utan um þær. Það er alveg á hreinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert