320 skjálftar á viku

Mýrdalsjökull, Katla.
Mýrdalsjökull, Katla. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rúmlega 320 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í síðustu viku og þar af voru þrír skjálftar yfir 3 að stærð.

Tveir skjálftar voru 21. ágúst, annar af stærð 3 um 4,5 km SV af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg og hinn af stærð 3,2 varð í Bárðarbungu. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,5 að stærð í Mýrdalsjökli og var hann staðsettur norðarlega í Kötluöskjunni. Yfir helgina var nokkur skjálftavirkni við Grímsfjall, einnig austan við Herðubreiðartögl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert