57 milljónir til „Brothættra byggða“

Frá Raufarhöfn.
Frá Raufarhöfn. mbl.is/Erlingur.

Byggðastofnun hefur veitt alls 57 milljónir í styrki vegna 45 verkefna á vegum „Brothættra byggða“ sem nú taka til sjö svæða á landinu.

Á hverju svæði eru veittir styrkir til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna. Tekið er mið af áherslum sem íbúarnir sjálfir hafa lagt á íbúaþingum.

Í Grímsey er styrkfjármunum ársins að stærstum hluta varið til úrbóta á fjarskiptasambandi.

Af einstökum verkefnum má nefna sameiginlega menningarmiðstöð á Bíldudal. Bókasafn Bíldudals er flutt í Skrímslasetrið og hefur búið til hlýlegt umhverfi þar sem íbúar geta komið saman í smærri eða stærri hópum.

Á Raufarhöfn á að gera tólf söguskilti ásamt því að vinna að vídeóverkum þeim tengdum. Skiltin verða í mánaðaröð og lýsa markverðum hlutum sem gerðust á svæðinu í hverjum mánuði fyrir sig.

Í Hrísey á að smíða tæki til þurrkunar á lífrænum náttúruafurðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert