Engar upplýsingar um Íslendinga

Að minnsta kosti 150 manns slösuðust í jarðskjálftanum.
Að minnsta kosti 150 manns slösuðust í jarðskjálftanum. AFP

Utanríkisráðuneytinu hefur ekki borist upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í jarðskjálftanum sem reið yfir Ítalíu í nótt. Að minnsta kosti 38 eru látnir og um 150 er enn saknað.

„Okkur hafa engar tilkynningar borist en borgaraþjónustan er opin allan sólarhringinn. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur ef það hefur áhyggjur eða ef það hefur ekki heyrt af aðstandendum,“ segir Andri Lúthersson, deildarstjóri upplýsingamála hjá Utanríkisráðuneytinu.

Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.
Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hann kveðst ekki vita til þess að Íslendingar séu búsettir á svæðinu sem varð verst úti í skjálftanum. Íslendingar búa aftur á móti í Róm, en skjálftinn fannst vel þar í borg.

Fjölmargir létust í Amatrice en bærinn er vinsæll áfangastaður ferðamanna og vitað er að margir voru staddir þar þegar skjálftinn reið þar yfir.

Björgunarstarfsmenn aðstoða konu í Amatrice á Ítalíu.
Björgunarstarfsmenn aðstoða konu í Amatrice á Ítalíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert