Færri mál á borði umboðsmanns

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fækkaði um 11% árið 2015 frá 2014 samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu frá embættinu.

Á árinu 2015 voru 450 mál afgreidd en þau voru 558 árið áður. Er þetta sagt þriðja árið í röð þar sem afgreidd mál eru fleiri en þau sem berast, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Flest málin koma inn á borð vegna tafa hjá stjórnvöldum, eða 20%, en það er svipað og verið hefur undanfarin ár. Aðrir málaflokkar tengjast m.a. opinberum starfsmönnum (11%), almannatryggingum (7%), fjármála- og tryggingastarfsemi (5%) og sköttum og gjöldum (5%).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert