Færri nemendur á bóknámsbraut

Fleiri eru skráðir á almenna námsbraut í ár en í …
Fleiri eru skráðir á almenna námsbraut í ár en í fyrra. mbl.i/Styrmir Kári

21% nemenda, sem hefja framhaldsskólanám í haust, er skráð á almenna námsbraut eða framhaldsskólabraut, samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun.

Þessir nemendur uppfylltu ekki inntökuskilyrði til að komast beint inn á aðrar námsbrautir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Líkur eru á að erfiðara verði fyrir þessa nemendur að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Til samanburðar innrituðust 13% 10. bekkinga árið 2015 inn á þessar brautir. Á bóknámsbraut voru 62% í ár en voru 69% árið 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert