Hiti allt að 20 stig

Hæglætisveður og víða sólskin í dag, en þokuloft úti við norður- og austurströndina, dálítil rigning suðaustan til og stöku skúrir inn til landsins. Úrkomulítið á morgun, en víða síðdegisskúrir. Hiti allt að 20 stigum í dag, en annars yfirleitt 11 til 16 stig. Norðlægari og víða væta um helgina, en kólnar heldur, segir í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun.

Veður á mbl.is

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Austlæg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en 8-13 og dálítil rigning eða súld SA-til. Sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna, en stöku skúrir inn til landsins. Víða síðdegisskúrir á morgun, en annars úrkomulítið. Hiti 10 til 20 stig, svalast úti við sjóinn.

Á fimmtudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s og rigning SA-til, annars skýjað með köflum, en víða síðdegisskúrir. Hiti 8 til 17 stig, svalast við N-og A-ströndina.

Á föstudag og laugardag:
Norðaustan 8-13 m/s NV-til, en annars mun hægari. Dálítil rigning á N-verðu landinu en skúrir syðra. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast S-lands.

Á sunnudag og mánudag:
Hægviðri og skúrir um allt land, en áfram fremur milt veður.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir allhvassa austanátt með talsverðri rigningu, einkum SA-til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert