Mygla á Bessastöðum

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meðal þeirra framkvæmda sem unnið er að á forsetasetrinu á Bessastöðum er að komast fyrir myglu og raka sem gert hefur vart við sig í íbúðarhúsinu á staðnum. Þetta kemur meðal annars fram í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn frá Kjarnanum.

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid geta ekki flutt inn með fjölskyldu sína fyrr en að framkvæmdum loknum en síðast voru húsin á Bessastöðum tekin í gegn árið 1996 áður en forveri Guðna, Ólafur Ragnar Grímsson, tók við forsetaembættinu.

„Við úttekt mátti sjá vísbend­ingar um að þéttingar utan með gluggum væru farnar að gefa sig og  ummerki um raka á parketi má líklega rekja til leka frá gluggum. Í ljós kom einnig að rakavörn á efri hæð er að hluta til óþétt auk þess sem loftun þaksins er sumsstaðar takmörkuð þar sem einangrun leggst alveg upp að borðaklæðningu. Sjá mátti ummerki um mygluvöxt á borðaklæðningu á afmörkuðum svæðum,“ segir meðal annars í svarinu sem undirritað er af Stefáni Thors, húsameistara ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert