Umferð gengur hægt um Sæbraut

Sæbraut.
Sæbraut. mbl.is/Styrmir Kári

Talsverðar umferðartafir hafa verið í dag vegna framkvæmda við Sæbraut. Verið er að fræsa og malbika Sæbraut til suðurs frá gatnamót við Holtaveg og fram yfir gatnamótin við Kleppsmýrarveg og Skeiðavog. Skólar voru settir víða á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku en vegna óviðráðanlegra ástæðna var ekki unnt að ráðast framkvæmdirnar fyrr en nú.

Frétt mbl.is: Sæbrautin fræst og malbikuð á morgun

„Það verður allt stíflað,“ segir Guðbrand­ur Sig­urðsson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í samtali við mbl.is. Hann segir óheppilegt að framkvæmdirnar skuli eiga sér stað nú í þessari viku, um það leiti sem skólar eru að hefjast og umferð að aukast.

Umferð hefur gengið töluvert hægt og tappar myndast og bendir Guðbrandur ökumönnum á að gefa sér tíma og sýna þolinmæði eða reyna að velja aðrar leiðir ef unnt er. Hann segir umferðina þó hafa gegnið áfallalaust fyrir sig það sem af er degi en við ðstæður sem þessar er algengt að upp komi minni umferðaróhöppum sem tefur umferð enn frekar. Í slíkum tilfellum segir Guðbrandur að æskilegt sé að reyna að koma bifreiðum út af götunni og leita aðstoðar lögreglu eða hjá árekstur.is.

Friðrikka Hansen hjá Vegagerðinni segir framkvæmdirnar hafa gengið nokkuð vel í dag og eru horfur á að framkvæmdum ljúki fyrir klukkan fimm í dag, jafnvel fyrir klukkan fjögur.

Ætlunin var að hefja framkvæmdirnar fyrr í sumar en segir Friðrikka að vegna óviðráðanlegra aðstæðna hafi ekki verið unnt að ráðast í framkvæmdirnar fyrr en nú. Framkvæmdir við hina akreinina til sömu áttar halda áfram í fyrramálið og standa vonir til að þeim verði lokið fyrir síðdegisumferð á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert