Segir uppboð á aflaheimildum í Færeyjum misheppnuð

Færeyjar. Litlu útgerðirnar fengu lítið.
Færeyjar. Litlu útgerðirnar fengu lítið. mbl.is/Árni Sæberg

„Draumur fólks um að aðrir en stóru fyrirtækin kæmust að reyndist vitleysa, á uppboðinu fengu þeir stóru allt,“ segir Jörgen Niclasen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra í Færeyjum og núverandi formaður Fólkaflokksins.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hann engan í Færeyjum þeirrar skoðunar að uppboð á aflaheimildum hafi tekist vel.

Í nokkur ár hefur verið prófað að setja smáhluta aflaheimilda á uppboð, þó ekki nema um tíu prósent aflaheimilda, og að mati Niclasen hefur það misheppnast algjörlega. Að hans sögn hafi eitt fyrirtæki keypt yfir 65% aflaheimildanna og það fyrirtæki sé með augljós tengsl við fjársterka aðila í Hollandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert