Útskrifuð af gjörgæslu eftir bílslys

Landspítalinn Fossvogi.
Landspítalinn Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kona á fimmtugsaldri sem slasaðist alvarlega þegar hún lenti í árekstri við steypubifreið á Bakkavegi, skammt frá Voðmúlastöðum í Rangárvallasýslu, á mánudag hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild. Konan var flutt ásamt öðrum farþega bifreiðarinnar, konu á þrítugsaldri, með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Konurnar eru báðar erlendir ferðamenn og var sú yngri flutt á bráðamóttöku spítalans. Ekki hafa fengist upplýsingar um stöðu hennar frá Landspítalanum.

Frétt mbl.is: Á gjörgæslu eftir árekstur við steypubíl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert