Varað við ferðalögum yfir Bláfjallakvísl

Emstrur og Bláfjallakvísl má sjá hægra megin á myndinni.
Emstrur og Bláfjallakvísl má sjá hægra megin á myndinni. mbl.is/Halldór Kolbeins

Mikið jökulvatn er í Bláfjallakvísl sem rennur frá norðurhluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ána gætu verið varahugaverð.

Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum og rennur það í Gígjukvísl. Í Grímsvötnum var ekki mikið vatn svo allar líkur eru á að hlaupið verði lítið. Brennisteinslykt gæti fundist á svæðinu en ekki er talið að hætta stafi af hlaupinu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert