Segir verulega þrengt að landsbyggðarnemendum

íbúar af Norðurlandi vestra þurfa nánast undantekningarlaust að flytjast búferlum …
íbúar af Norðurlandi vestra þurfa nánast undantekningarlaust að flytjast búferlum vilji þeir stunda háskólanám. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það er á engan hátt farið eftir fyrstu grein frumvarpsins um markmið þess. Það vantar algjörlega og það er verið að þrengja verulega að landsbyggðarnemendum. Við krefjumst þess að það verði endurskoðað í meðferðum þingsins.“

Þetta segir Adolf H. Berndsen, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, en samtökin sendu inn umsögn um frumvarp Illuga Gunnarssonar um námslán og námsstyrki, LÍN-frumvarpið svokallaða.

Í umsögninni segir að augljós mismunun sé á því hverjir hafi tækifæri til náms óháð efnahag, þrátt fyrir að 1. grein frumvarpsins kveði á um að lögin eigi að tryggja öllum tækifæri til náms án tillits til efnahags. Í mismununinni felist að námsmenn af landsbyggðinni hljóti að skulda hærri upphæðir í námslok en námsmenn af höfuðborgarsvæðinu og mögulega námsmenn frá Akureyri, enda eigi þeir ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum eins og margir á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert