Eftirgjöf um 23,5 milljarðar

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, (l.t.v.) ásamt samstarfsmönnum.
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, (l.t.v.) ásamt samstarfsmönnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti umboðsmanns skuldara hefur nú lokið rétt rúmlega þrjú þúsund samningum um greiðsluaðlögun frá því það var stofnað í ágúst árið 2010.

Áætla má að eftirgjöf óveðtryggðra krafna nemi um 23,5 milljörðum á þessum sex árum. Umsóknum hjá umboðsmanni skuldara hefur fjölgað það sem af er ári, eftir að hafa fækkað síðustu ár.

„Við höfum orðið vör við fjölgun umsækjenda sem búa í leiguhúsnæði og þá hefur fjölgað í hópi umsækjenda á aldrinum 18 til 39 ára. Húsnæðiskostnaður er að sliga fólk, hvort sem það eru greiðslur leigu eða af veðskuldum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert