Framkvæmdir á Sæbraut til suðurs

Unnið við framkvæmdir á Sæbraut.
Unnið við framkvæmdir á Sæbraut. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Unnið er að því að fræsa og malbika Sæbraut til suðurs í dag og hófst vinna þar klukkan 5 í morgun og stendur til klukkan 17.

Vinnusvæðið byrjar við gatnamót við Holtaveg og nær yfir gatnamót við Kleppsmýrarveg/Skeiðavog. Hægri akrein í suður verður lokuð og umferð hleypt um vinstri akrein framhjá. Vinstri og hægri beygjuakreinar af Sæbraut inn á Skeiðavog verða lokaðar. Eins verða vinstri beygjuakreinar inn á Sæbraut af Skeiðavogi og Kleppsmýrarvegi lokaðar. 

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin er þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í dag 25. ágúst verður unnið við girðingu á miðeyju á Hafnarfjarðarvegi í Engidal.

Af þeim sökum verður þrenging úr tveimur akreinum í eina frá kl. 10:00 og fram eftir degi. Hraði er takmarkaður við 50 km/klst. á vinnusvæðinu.

Dagana 25.–26. ágúst verður unnið við brú yfir Hafnarfjarðarveg við Hamraborg. 

Af þeim sökum verður þrenging úr tveimur akreinum í eina frá kl. 09.00 og fram eftir degi. Hraði er takmarkaður við 50 km/klst. á vinnusvæðinu.

Vegna framkvæmda á brú á Blöndu á Blönduósi verður önnur akreinin lokuð og umferð stýrt með ljósum frá 16. ágúst til 1. desember. Athygli er vakin á því að akbraut er einungis 3,0 m að breidd og vegfarendur beðnir um að gæta fyllstu varúðar.

Vegna framkvæmda við nýja biðstöð strætó við Aðaltún í Mosfellsbæ er þrengt að umferð á Vesturlandsvegi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert